Stefán Sturla Sigurjónsson

20 febrúar 2009

Hann Krissi á afmæli í dag.

Hann Krissi bróðir minn á afmæli í dag. Bollibumbus eins og hann var kallaður sem kornabarn. Þegar við vorum yngri var alltaf hægt að láta Krissa litla gera allt. Maður bara hótaði honum pínulítið og þá þorði hann ekki að kjafta í mömmu. Ef þú heldur að hann hafi verið kúaður... er það alger misskilningur. Hann var bara að læra af stóra bróður sínum... já og lífinu. Blessaður kúturinn lenti oft í erfiðri aðstöðu. Ég held að ég muni eftir einu atviki sem mamma segir oft frá... kannski man ég það bara af því. Þannig var að einhver strákur... hafði stolið sígarettum. Krissi hefur örugglega verið 6 eða 7 ára. Það var farið uppí holt að reykja. Þótt Krissi litli vildi ekki reykja var hann látinn gera það svo hann gæti ekki kjaftað frá. Hann fékk líka smá áminningu um að ef hann kjaftaði, þá mundi ég "drepa hann". Hann fór heim blár í framan og gott ef hann hafði ekki ælt eitthvað líka. Mamma reindi að fá uppúr honum hvað hafði gerst. Kúturinn vældi bara að hann gæti ekki sagt það... "því þá drepur Stebbi mig". Kallinn kjaftaði ekki og lifir. Hann naut góðs af frábærum leiðsögnum stórabróður síns. Já Krissi er 46 ára í dag, blessaður kúturinn.

Elsku litli bróðir til hamingju með daginn. Vona að þú sért hættur að reykja.

3 Ummæli:

  • Þann 7:28 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    innilega til hamingju með litla bró pabbsen :D

    love
    Solla

     
  • Þann 7:30 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    ...var að skoða myndirnar,,,,vá hvað englarnir mínir eru dugleg á skíðum!! ekkert smá flott :D :D

    Solla

     
  • Þann 1:45 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Haha.. er ekki sagan enn lifandi vinur og Stebbi!... Skilaðu hliðhollum kveðjum til Krissa! Sagan fékk mann tilbaka til Breiðholts okkar sem var í nýsköpun þá og hýsti okkur sem frumkvöðla... Enda Ferjubakkinn sú fyrsta blokkin og kvödd til að ala upp fyrsta flokks reykingar..nei..
    reykjavíkurbúa... :-)
    Útlaginn..

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim