Dagur 1
Vaknaði snemma í gær. Fyrsta æfing á Bláa hnettinum hófst klukkan 10. Ég tók stætó frá Sundom. Það var um frostmark og sólaruppkoman falleg. Fuglarnir sungu og flögruðu milli trjágreina. Traktor prummaði frá einum "gårdinum" og nokkrir bílar voru á leið til Vasa. Aðal umferðinn þó löngu búin. Samlesturinn gekk vel og við vorum búin að fara í gegnum handritið –kynning, styttingar og lestur– klukkan 14. Þá var pása hjá leikurum til klukkan 18. Mia Wiik heitir koreogrefinn minn. Hún vann með leikurunum frá 18 til 21:30. Ég var svakalega ánægður með það sem gerðist hjá henni í gær. Hópurinn smellur saman og nú nýt ég þess að hafa kynnst leikurunum, leikúsinu og allri aðstöðunni með uppsetningunni á Ofviðrinu í fyrra í Borgarleikhúsi Vasa. Fékk síðan far með Lassa Hjelt leikara heim í gærkvöldi.
Anna og Adam fóru á skíði í gær með mömmu sinni. Þau voru þrjá og hálfan tíma í brekkunni. Mikið fjör sem endaði með biltu hjá Önnu. Hún meiddi sig ekkert en var aum og líklega svolítið hrædd. En þau fara á skíði aftur í dag. Svo eru það bollurnar... mmmmm.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim