Skinsamlega ákvörðun er ekki uppgjöf
"Ég vill alls ekki skorast undan ábyrgð. Uppgjöf er ekki til í minni orðabók". Þessi orð Ingibjargar S. Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar eru ábyrgðarlaus að mínu mati. Ég hef áður gagrýnt formanninn. Og geri það enn.
- Það er rangt af Samfylkingunni að fara fram með óbreytta foristu í næstu kosningar
- Það er rangt að gagnrýna aðra flokka og láta sem ekkert sé að í foristu Samfylkingarinnar
- Það er rangt af Samfylkingarfólki að þegja um málið, vegna veikinda ISG
- Þetta er röng niðurstaða ISG sem ég vona að komi sér ekki of illa fyrir flokkinn
Ég vona því að Samfylkingarfólk láti þetta ekki gerast. Það eru tvær leiðir til þess.
- Að leggja hart að ISG fyrir og á landsfundi Samfylkingarinnar að hún falli frá þessari ákvörðun og að landsfundurinn velji aðra foristu
- Að ISG fái það margar útstrikanir í þingkosningunum að hún verði að segja afsér formennsku flokksins
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim