Stefán Sturla Sigurjónsson

28 febrúar 2009

Viku yfirlit.

Vikan að enda. Hófs með löngu videokvöldi. Sáum m.a. Bítlasýninguna sem Sandra Björg tók þátt í á Höfn. Þetta var tveggjatíma söngskemmtun með mörgum, kannski allt of mörgum, söngvurum. Börnin mín eru alltaf að koma kallinum á óvart. Djöf... söng stelpan mín skemmtilega. Hún hefur svo fjöruga og sjarmerandi sviðsframkomu, svo er röddin hennar skemmtilega dimm en samt kemst hún ótrúlega hátt upp. Hefði mátt syngja miklu fleiri lög þetta kvöldið. Það hefði bara bætt showið. Broadway liðið ætti bara að heyra í henni. Svo kom mánudagurinn og æfingar hófust á "Bláa hnettinum". Þær fara vel af stað, utan að nú gengur ælupest í leikhúsinu. Skipulag leikhússins er ákaflega gamaldags og á nýr leikhússtjóri mikið verk að vinna þar. Mér sýnist reyndar á því hvernig hann skipuleggur næsta leikár að það verði þónokkrar breytingar í Borgarleikhúsi Vasa. Vignir Jóhannsson vinur minn og stórlistamaður gerir leikmynd og búninga auk þess að sjá um leikmuni fyrir Bh. Ég lagði til við hann að halda sölusýningu í Horninu, veitingasal leikhússins, í vor. Það er allt komið í gang. Í gær keypti hann sér striga og græjur til að mála nokkrar myndir í lausatímanum. Vegna skipulags var frí frá Bh í gær. Þá fórum við fjölskyldan á skíði til Seinajoki, um einn klukkitími frá Vasa. Hesthús vinna í dag og kannski skuttlast ég til Molpe eftir eldivið í arininn.

1 Ummæli:

  • Þann 11:46 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Takk elsku pabbi minn
    knús til ykkar allra
    þín sandra

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim