Að komast á aldur
Rétt eins og á Íslandi þá er mikil umræða um eftirlaun hér í Finnlandi. Munurinn er samt sá að hér í Bjarmalandi er verið að hækka eftirlaunaaldur almennings. Hingað til hafa Finnar getað hætt fyrstir allra norðurlandabúa að vinna og farið á eftirlaun. Mörgum finnst þetta skljóta skökku við nú þegar samdráttur er í hagkefinu og atvinnuleysi hefur heldur aukist. Því skilur fólk ekki þessa tímasetningu og er mikill meirihluti landsmanna á móti þessari ráðstöfun ríkisstjórnarinnar. Enda hefur enn ekki komið nein haldbær skýring á þessari lagabreitingu. Finnst mörgum að réttara væri að rýmka lögin í báðar áttir. Þannig væri hægt að stuðla að frekari endurnýun á vinnumarkaðinum sem aftur hefði jákvæð áhrif á hagkerfið og minnkaði líkur á atvinnuleysi ungs fólks.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim