Rafmagnið er olía framtíðarinnar.
Ísland er smáþjóð meðal stórþjóða. Hagkerfið er örsmátt meðal stórra. Íslendingar eru fáir meðal fjöldans. Og landið er fagurt og flott langt út í ballarhafi. Þessar staðreindir gera það að verkum að fáir ef nokkrir hafa nokkurn áhuga á að yfirtaka landið, kannski helst rafmagnið, sem er gullsígildi víða í heiminum. Enþá hefur ekki verið fundin heppileg leið til að flytja orku þessa óralönguleið frá Íslandi til nærsveita. Þess vegna höfum við nánast gefið glæpafyrirtækjum megnið af rafmagninu í fánýttar verksmiðjur til álframleiðslu en rukkum mörlandann. Verksmiðjur sem skila sára litlu inn í þjóðarbúið. Dæmið ætti náttúrulega að vera á haus hvað verðlag varðar. Ef við erum ekki samstíga þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við þá verður kalt til frambúðar á Los klakos. Íslendingar þurfa því að endurskoða notkun auðlinda þjóðarinnar. Því verða Íslendingar að efla samstarf við aðrar þjóðir á öllum sviðum, það er eina leiðin til að halda sjálfstæðinu. Rafmagnið er olía framtíðarinnar. Stóriðjuálhugmyndir eru gamaldags flopp hugmyndir.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim