Alþjóðlegi konudagurinn
Í dag er alþjóðlegi konudagurinn. Ég óska því öllum konunum mínum fjórum til hamingju með daginn. Elsku Petra, Sandra, Solla og Anna þetta er dagurinn ykkar, vona að hann hafi verið ykkur skemmtilegur. Við fjölskyldan fylgdum Petru til Kristinestad, sem er ákaflega fallegur lítill bær, um 150 km. fyrir sunnan Vasa. Meðan Petra hélt fyrirlestur fórum við krakkarnir á skíði í Bötom sem er um 8 km. frá Kristinestad. Eins og aðrar brekkur hérna í austurbotni er þetta þokkalegur hóll. Já svona "Skálafell" eins og ég hef áður sagt. Það var gaman og það besta er að krakkarnir verða miklu öruggari þegar farið er á nýja staði. Maður þarf að kynnast nýjum aðstæðum sem styrkir sjálfstraustið í brekkunum. Tók hreifimynd af yngstu prinsessunni minni í dag. Það er engin brekka lengur of brött fyrir hana.
2 Ummæli:
Þann 11:11 e.h. , Nafnlaus sagði...
Takk fyrir mig elsku pabbi...
Vá hvað prinsessan mín er orðin dugleg og STÓR...
knús
Sandra
Þann 12:24 f.h. , Nafnlaus sagði...
Takk fyrir pabbsen :D
ji gaman að sjá videóið :D get ekki beðið eftir að hitta ykkur, styttist í það!!
Kossar og knús
Solla
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim