Þannig líður dagurinn
Sólbjartur dagur runninn upp í Sundom. Petra fór snemma í morgun á ráðstefnu þar sem hún kynnir verkefnið sem hún leiðir hjá Martha sem eru landssamtök kvennfélaga í Finnlandi. Anna fór til Linn, vinkonu sinnar og frænku sem býr hérna í Sundom. Adam fékk vin sinn hinn hálf þýska Malte í heimsókn meðan pabbi hanns gengur á skíðum "Suðurfjarðarhringinn", um 30 km. leið hér í næsta nágrenni. Ég verð í smá tölvuvinnu fram að hádegi. Síðan út að bagsa í hesthúsinu og í kvöld fer ég með Vigni á hátíðarsýningu í tilefni 40 ára leikafmælis skemmtilegu leikkonunnar Möllu í finnska borgarleikhúsinu í Vasa. Boðið verðu uppá fimmtíma sýningu á "Undir Pólstjörnunni" sýning sem hefur fengið góða dóma. Svo verður finnskt partí á eftir. "Ska vi dricka, eller ska vi prata"?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim