Í "Arbis" í kvöld
Er með fyrirlestur í kvöld í húsi endurmenntunar hér í Vasa. Það eru fjórir fyrirlesarar og hver þeirra fær 20 mínútur, umræðuefnið er "nágrannar". Ég fjalla um nágranna okkar Íslendinga, álfana og tröllin. Segi frá því þegar ég var í sveit á Mælifelli í Skagafirði. Þar var álfhóll í bæjartúninu. Ég og jafngömul heimasæta máttum leika okkur þar en það mátti ekki slá eða yrkja hólinn. Alltaf þegar við komum í búið sagði hún mér frá börnunum sem léku sér hinumegin. Ég sá aldrei neitt, heyrði ekki neitt en er viss um að hún sagði satt, hún var jú prestdóttir. Ég rek þessa sögu svolítið á minn hátt og síðan spinn ég við hana söguna hennar Guðrúnar Helgadóttur um Flumbru "Ástarsögu úr fjöllunum". Ég hef nokkrum sinnum farið með þennan fyrirlestur (uppistand) og hefur gefist vel.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim