Kennslustund í arinfræðum.
Í dag er enn einn fallegi vormorguninn. Núna eftir morgunkaffið fer ég til Molpe að sækja grillið í sumarbústaðinn. Sjá hvort þar sé ekki allt með feldu og taka með brennivið í arininn (kabísuna), hjá dengdó Max. Hann er búinn að vera á fullu í skóginum í vetur, með vinnunni. Þannig að það eru komir háir staflar af eldivið. Maður er alltaf að læra á arininn. T.d. vissi ég ekki fyrr en nú um daginn að maður á alls ekki að brenna bréfum og pappír þar, kannski rétt til að koma logunum af stað, búið. Það skapar mikla eldhættu í reikháfnum. Ekki vegna þess að leifar af pappír setjist þar. Heldur vegna sýrumyndunar sem skapar miklu meiri hita í reykháfnum en æskilegt er. Maður á heldur ekki að brenna nýjan við. Aldrei yngri en einsárs. Sem sagt við sem er búið að geyma í eitt ár það minnsta. Þannig lækkar maður sýrustigið í viðnum og forðast yfirhitun í reykháfnum. Svo þarf að hreinsa reykháfinn einu sinni á ári. Sótið sem safnast fyrir í háfnum getur valdið íkveikju. Hugsið ykkur með röngum aðferðum getur maður hitað skorsteininn í 1200 gráður, bara með því að láta loga í arninum (kabísunni). Viðurinn sem ég fæ hjá tengdó Max, er búinn að standa í tvö ár. Ég ætla líka að taka með byggingarefni sem ég á í Molpe, til að klára hesthúsið. Þar er allt að verða flott. Einhver sagði mér að nafnið Sikill (hestur Adams og Önnu) þíði konungur. Sé það rétt þá passar ekkert minna en konungshöll fyrir gripinn. Það erum við að innrétta, hesta konungshöll.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim