Stefán Sturla Sigurjónsson

27 mars 2009

Veldu rétt!

Hef verið að velta fyrir mér öllu þessu pólitíska sjónarspili á Íslandi undanfarið. Spurningar um áburgð, spurningar um réttlæti, spurningar um valdnýðslu, um þjófnað, um allan þennan sora og óheiðarleika sem virðist hafa leitt hagkerfi Íslands á ystu nöf... reindar heyrist mér að hagkerfið sé í frjálsu fallu. Eigi bara eftir að skella á botninn í gilinu, fallhlífarlaust. Ég spái því að stóri skellurinn komi í júní nk. hann er óumflýanlegur. Þannig er það alltaf þegar eitthvað er í frjálsufalli án fallhlífar. Nú er bara spurningin hvort komandi ríkisstjórn verði búin að koma fyrir dínu til að taka á móti. Verði svo, er ekki víst að lendingin verði eins hörð. Ef ekki má búast við hrikalegu slysi. Íslendingar fá að velja björgunarlið í lok apríl. Þá borgar sig að velja rétt, velja þá ríkisstjórn sem sýnt hefur þor og dug. Ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar. Í rauninni er ótrúlegt að til sé fólk sem trúir á að það séu aðrir möguleikar í stöðunni. Fólk sem t.d. er tilbúið að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Flokkinn sem ég tel ábyrgan, öðrum fremur, á þeirri upptalningu sem pistillinn hefst á.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim