Hnoðusnjór í dag.
Í nótt breyttist klukkan svo nú erum við þremur klukkustundum á undan klukkunni á Íslandi. Það átti að vera heitt í dag og jafnvel svolítil rigning um hádaginn. Þegar við vöknuðum í morgun var hins vegar snjókoma. Þetta er hnoðusnjór sem Adam og Anna elska. Það er hins vegar um frostmark og þarf því ekki að hitna mikið svo þetta breitist í rigningu og slabb. Það er spáð hækkandi hitastigi út vikuna. Kannski verður snjórinn að mestu horfinn í vikulokin.
1 Ummæli:
Þann 6:09 e.h. , Nafnlaus sagði...
sama hér, í morgun var allt hvítt :)
Solla
p.s.
styttist óðum í okkur :) :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim