Raunveruleikinn
Gamlir og þreyttir sjálftökupólitíkusar á alþingi segja nú stoltir frá því að þeir beita málþófi. Sama gamla liðið og hefur stjórnað í hart nær tvo áratugi, sama liðið og skrifaði harðorða blogggreinar ef einhver stjórnarandstæðingur leifði sér að tala lengur en sjálftökuliðinu þóknaðist. Þessir gömlu afdönkuðu pólitíkusar sem sumir, vonandi allir, eru á leiðinni af þingi (sem betur fer) telja það sóma sinn og skjöld að tala í 60 mínútur og aftur í 30 mínútur, um það bil sömu ræðuna. Syngja eða öllu heldur raula falskar laglínur í pontu á alþingi, öðrum til leiðinda. Þetta telja sjálftökuþingmenn sæma alþingi. Kjósendur eru ekki sammála, þess vegna hrinur fylgið af þessum postulum frjálshyggjunnar. Sem betur fer gerir hinn almenni kjósandi sér grein fyrir að blaðrið er kurrið eftir sprungna loftbólu frjálshyggjunnar. Það væri óskandi að sjá XD undir 20% fylgi í kosningunum. Framsókn hefur verið refsað fyrir sína illa framsettu tillögu til úrbóta. Borgarahreyfingin hefur ekki komið með neina útreikninga eða tillögu um leiðir, bara slagorð og drauma. Frjálslyndi flokkurinn kemur sér ekki saman um neitt. Því stendur raunverulegt val í kjörklefanum bara á milli VG og Samfylkingarinnar. Ég held mig við Jóhönnu og stefnu Samfylkingarinnar.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim