Stefán Sturla Sigurjónsson

09 apríl 2009

Finnska leiðin

Ég hef verið marg spurður að því hvernig Finnar unnu sig úr kreppunni árið 1990 til 1995. Þá féll öll spilaborgin hér í Finnlandi eins og á Íslandi í dag. Þess má geta að á þeim tíma var verðtrygging í gangi hér í Finnlandi. Veit ekki nákvæmlega hvort hún var eins almenn og á Íslandi eða nákvæmlega með hvaða hætti hún var framkvæmd en það var verðtrygging á lánum. Finnar réðust strax í miklar umbætur á hagkerfinu, útflutningi og atvinnu- og síðast en ekki síst á menntakerfinu. Lögð var gríðarmikil áhersla á framhaldsmenntun, þá sérstaklega á iðnmenntun. Það hefur skilað sér í því að nokkrir af fremstu háskólum heims eru nú í Finnlandi, má þar nefna í tölvunarfræðum, hönnun og verkfræði. Verðtryggingin var tekin úr sambandi og allar eftirlitsstofnanir efldar til muna. Á Íslandi hefur viðkvæðið gjarnan verið að ef háir skattar og eftirlit með fyrirtækjum sé og mikið, fari þau bara eitthvað annað. Sú er ekki raunin í Finnlandi. Hér eru höfuðstöðvar nokkurra öflugustu fyrirtækja á sínu sviði, í heiminum; Nokia, Wärtsille Diesel, ABB og KWH, svo nokkur séu nefnd. Ekkert þeirra hefur minnsta áhuga á að flytja höfuðstöðvar sínar frá Finnlandi. Vegna þess að hér er starfsumhverfið öruggt og hagkerfið byggt á sterkum grunni. Markaðssvæði fyrir útflutningsafurðir Finna voru aukin og ráðist í gríðarlega og umfangsmikla vinnu við markaðsetningu finnskra afurða. Grunnurinn að þessu öllu lá samt í því að ganga í Európusambandið og taka upp evruna sem var lokahnikkurinn á enduruppbyggingu á finnska hagkefinu, hinnu sterka sósialdemokratískakerfi, sem oft hefur verið kallað "finnska leiðin".

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim