Stefán Sturla Sigurjónsson

26 apríl 2009

Menning og kosningavaka í Vasa

Í gærkvöldi voru snillingarnir í Caput með frábæra tónleika í Borgarleikhúsinu hér í Vasa. Var þetta síðasti viðburðurinn á íslensku menningarhátíðinni "Úr hafinu rís landið". Ég er ákaflega stoltur af þeim listamönnum sem komu fram fyrir hönd Íslands. Þeir voru sómi þjóðarinnar og góður vitnisburður um þá glæsilegu menningu sem Íslendingar standa fyrir og geta boðið uppá.

Við Petra héldu kosningavöku með hljómsveitinn Caput og Borgari Garðarsyni í nótt. Við erum þremur tímum á undan íslensku klukkunni svo hér hófst fjörið klukkan eitt eftir miðnætti. Auðvitað var stemming í hópnum og allir sigurveigarar. Þegar langt var liðið á nóttina fóru gestir okkar heim á hótel enda ferðalag til Íslands í dag.

Til hamingju Íslendingar.

2 Ummæli:

  • Þann 8:44 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Til hamingju með sýninguna og dómana kæri frændi. Svo ekki sé talað um alla íslandshátíðina í Vaasa. Kær kveðja frá okkur þremur.

    Heiðar

     
  • Þann 1:02 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Takk kæri Heiðar.
    Vona að allt gangi vel hjá ykkur.
    Hlakka til að hitta litla frænda.
    Þinn SSS

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim