Stefán Sturla Sigurjónsson

13 maí 2009

Þrjár sögur.

Heyrði góða og skemmtilega lýsingu á afstöðu til veðurfars í dag. Ung kona frá Suður Afríku var skiptinemi í Finnlandi. Þegar hún var búin að vera tæpt ár sendi hún mömmu sinni bréf og lýsti árstíðunum svona: Kæra mamma, hér er gott fólk sem talar óskiljanlegt tungumál. Veðrið er mjög sérstakt, það eru bara tvær árstíðir, hvítur vetur og grænn vetur.

Fleiri góðar sögur: Tveir Japanir voru í heimsókn í vetur hér í Vasa og hugðist gestgjafinn bjóða þeim í bústaðinn sinn út í skerjagarðinum í sauna. Allir settust upp í bílinn og síðan var keyrt af stað. Þessir Japanir höfðu komið áður til Vasa í viðskiptaerindum og höfðu þá farið þessa leið með sama gestgjafa, siglandi út í eyjuna. Nú brá svo við að það var þykkur ís yfir öllu svo vinurinn keyrði bara út á ísinn. Japanarnir urðu skelfingu losnir, æptu og görguðu, "það er ekki hægt að keyra á sjónum." Mér er sagt að enn sjáist fingraförin í mælaborðinu eftir þann sem sat framí.

Önnur: Kunningi minn var á ferð í Kína og var spurður af Malásíubúa hvernig veðrið væri í Finnlandi. Nú það getur orðið 30 stiga hiti á sumrin og 30 stiga frost á veturna. "Nauhjjjj" gall í spyrjandanum og hann hló við og sagði, það getur enginn lifað í fristikistu.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim