Sumarfrí í leikhúsinu
Frá deginum í dag er stofnanaleikhúsin hér í Vasa komin í sumarfrí. Síðasta sýningin á Bláa hnettinum var í gær og lokahóf leikhússins í hádeginu í dag. Ekki verður hægt að taka upp Bláa hnöttinn í haust. Búið að saga niður leikmyndina og fimm af átta leikurum sýningarinnar flytja frá Vasa og vinna við önnur leikhús næsta vetur. Þannig að það urðu 20 troðfullar sýningar á þessari uppfærslu. Synd að það var ekki ákveðið að halda áfram og mörgum finnst það undarleg hagstjórnun. En Nýi leikhússtjórinn vildi ekki æfa nýja leikara inn og einnig vildi hann byrja með "frítt borð" í haust, eins og hann orðaði það.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim