Indislegur dagur.
Dagurinn byrjaði með að leika fyrir börn í Tikanoja safninu leikritið "Smaladrengurinn og tröllskessan" á finnsku, sem við Lassi Hjelt leikgerðum eftir gamalli íslenskri þjóðsögu. Síðan bauð ég Adam og Önnu á veitingahús. Fórum svo út á flugvöll að sækja Petruna, sem var búin að vera fjóradaga í vinnutörn í Helsinki. Seinni partinn fórum við Anna að mála grindverkið niður innkeyrsluna. En Adam að læra finnsku fyrir próf. Skaust svo inn síðdegis og át svolítið. Það er nefnilega nóg að gera á landareigninni, eins gott að hún er ekki stærri. Slá grasið... úfffff. Það fylgdi sláttuvél þegar við keyptum, reyndar mjög góð sláttuvél sem maður ýtir á undan sér. Gengur fyrir bensíni og slær vel. En þetta er rosaleg vinna. Sagði Petrunni að ég væri bara alveg sáttur við að fá litla sláttuvél sem maður sytur á og keyrir í fullorðins-afmælis-gjöf... hehehehe. Nú svo var ég í kvöld að reisa gróðurhúsið. Á bara eftir að strengja plast yfir það. Það fylgdu gróðurhúsabogar þegar við keyptum. Við erum með gúrku- og tómatatré í pottum inni, sem ég sáði fyrir fjórum vikum, þau eru að verða heilmikil tré. Þetta þarf að fara að komast út í gróðurhús.
Er ekkert farinn að fara í bústaðinn enda nóg að stússast hér heima. Lokatörnin í hesthúsinu eftir og svo er ég kominn með efni til að gera gerði. Þetta verður klárað á næstu dögum. Svo þegar dauði tíminn kemur ætla ég að smíða sólpall fyrir framan eldhúsgluggann. Helst áður en stelpurnar mínar og tengdasonurinn koma til okkar.
2 Ummæli:
Þann 2:45 e.h. , Nafnlaus sagði...
ji það er ekkert smá!!!hlakka ótrúlega mikið til að koma og sjá hjá ykkur :) já og sjá ykkur öll hehe :D
tel niður, styttist óðum...
Þín Solla
Þann 1:14 e.h. , Nafnlaus sagði...
Alltaf nóg að gera hjá Pabbsen :)
Nú förum við alveg að koma til ykkar, hlakka svo til :)
þín Sandra
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim