Skólaslit og stórir dagar
Á morgun er stór dagur hjá Önnu Alinu. Síðasti dagurinn í leikskólanum. Reyndar heitir þetta ár hjá henni "forskóli", í staðinn fyrir sexára bekkinn á Íslandi er þetta einskonar tengiár frá leikskólanum í alvöruna. Það er svo skammt stórra högga á milli hjá gullinstjörnunni minni, því á miðvikudaginn fer hún á spítala í kirtla töku. Heilmikil aðgerð þar sem bæði nef og hálskirtlarnir verða teknir.
Adam Thor klárar skólann á föstudaginn, sama dag og Solla og Haffi koma til Vasa. Svo er skólaslit hjá honum á laugardaginn. Það verður skemmtilegt fyrir hann að fá stóru systur sína með á skólaslitin.
1 Ummæli:
Þann 3:13 f.h. , Nafnlaus sagði...
jeijj en frábært :) hlakka til!!!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim