Stefán Sturla Sigurjónsson

29 maí 2009

Bjart er yfir Sundom

Ég hef verið í sambandi við Pekka Mäkinen sem á íslandshestabúgarð í suður Finnlandi með nokkrum íslenskum tamningamönnum. Við fórum fyrir 10 dögum til hans í heimsókn og vorum yfir helgi í frábæru yfirlæti. Þarna eru um 50 íslenskir hestar. En það sárvantar duglegan þjálfara og manneskju sem getur tekið á móti fólki í útreiðartúra og helst selt því hest. En eitt leiðir af öðru og nú er ríkur skemmtigarða eigandi búinn að kaupa af Pekka nokkra íslenska hesta sem hann ætlar að byggja í kringum við skemmtigarðinn "Powerpark" og bjóða uppá hestaferðir. Hugmyndin er að vera með alvöru aðstöðu. Ekki teymingar eða gerðisreið heldur hestaferðir. Ég fer sennilega og hitti eigandann á næstunni. Hann er með hugmynd um að fá mig sem ráðgjafa við uppbygginguna og tæknilegan ráðunaut til að fylgjast með hestunum. Sé hvert þetta leiðir þegar ég er búinn að hitta kallinn og þá sem standa að þessu með honum.

Við fjölskyldan erum búin að taka að okkur að leika í 12 sería fræðsluþáttum fyrir Finnska sjónvarpið. Við erum svona einskonar uppfyllingar efni, fjölskyldan sem prufar hluti, bíla, mat ect. Fyrsti tökudagurinn er þann 17. júní. Ég er ekki óvanur að vinna þann daginn... hehehehe. Petra verður mest í mynd þennan fyrsta tökudag af alls níu. En við verðum eitthvað í öllum þáttunum. Svo erum við Petra að skrifa 30 mín langt handrit að sýningu fyrir Sundom, bæjarráðið hafðið samband við okkur vegna 200 ára afmælis millu í Suðurfirðinum. Ég mun svo leikstýra verkinu í ágúst. Það eru áætlaðar 4 sýningar til að byrja með.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim