Góður drengur!
Fyrir mörgum árum síðan átti hann frændi minn Heiðar Örn heima á Sauðárkróki, uppáhalds frændi minn. Þá var hann lítill gutti og sagði "flændi" já hann átti svolítið erfitt með Errr-in blessaður. Ég heimsótti hann á afmælisdaginn 12. júní. Við frændurnir settumst niður og ég kenndi honum nokkrar Errr æfingar. Svakalega hef ég verið leiðinlegur frændi... en Heiðar Örn tók á þessu eins og öllu sem hann kemur nálægt og sýndi flænda sínum að þetta var ekkert mál... í lok dagsins var Errrið fast og rétt. Hann hafði... og kannski hefur... ekki mikinn áhuga á líkamlegum íþróttum en í hugaleikfimi eru ekki margir sem fylgja honum. Það nýtti hann vel á námsárum sínum, bæði í ræðu og riti. Hann er hörku fréttamaður og á eftir að verða miklu betri. Hann er nefnilega keppnismaður sem aðeins vill vera á toppnum, þar er hann bestur.
Elsku frændi, þú ert ennþá uppáhalds frændi minn. Þú ert góður drengur, fyrirmynd og heiðarlegur. Hjartanlega til hamingju með daginn og litla frænda. Þín er framtíðin.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim