Stefán Sturla Sigurjónsson

03 júlí 2009

Takk kæru vinir.

Klukkan 22:30 að staðartíma komum við heim í slotið okkar í Sundom eftir 9 daga Íslandsferð. Það var gott að koma til Íslands. Jarðaförin þar sem við kvöddum "afa í sveitinni" var ákaflega falleg. Veðrið skartaði sínu fegusta, Siggi Sig sá til þess að fjórir hvítir gæðingar og vinir stóðu heiðursvörð við kirkjuna. Álftagerðisbræður fylltu kirkjuna af fallegum söng, lögum sem voru í miklu uppáhaldi hjá vakra. Hópur vina, vandamanna og hestamanna komu í erfidrykkjuna. Árni Björn og Prentmet hjálpuðu okkur aðstandendum að gera ákaflega fallega söngskrá fyrir jarðaförina. Fyrir þessa fallegu kveðjustund er maður þakklátur og vil ég þakka öllum sem sýndu okkur ástúð og vináttu.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim