Rændur...
Mér var rænt í gær (ef þú skilur hvað ég meina, tekinn af heimili mínu, hent inn í bíl með valdi). Þegar ég kom heim með Adam og Önnu úr sundskólanum heyrðust óhljóð frá hesthúsinu. Ég hélt fyrst að vinir okkar sem ég hef verið að kenna á íslenska hestinn væru að minna á sig og hefðu að mér forspurðum gert eitthvert prakkarastrik. Kannski eitthvað sem tengdist komu hestanna okkar til Sundom. En þá ruddust úr útihúsinu annar hópur vina okkar, M-hópurinn hennar Petru minnar, skutluðu mér inn í bíl og héldu með okkur á brott. Allt var vandlega undirbúið. Keyrt var sem leið lá til Malax og þar komið að uppábúnu borði og heljarins veisla beið okkar. Adursforsetinn (ég, ef einhver skildi ekki fatta það) í hópnum var krýndur "Eldstinn" og allir fengu hlutverk... að þjóna honum... yndislegt! Æðislegt kvöld með söng, leikjum og leiksýningu, sem ég beið eftir... hélt í alvöru að þau hefðu boðið einhverjum vina minna úr leikhúsina... nei nei þá var ég kallaður upp og látinn leika Rauðhettu, gerði það með mínu nefi... Vorum komin heim uppúr miðnætti, svolítið sloppuð. Ekkert að því að vera rændur í svona veislu.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim