Svona líður dagurinn
Sundskólinn á fullu hjá Adam og Önnu. Við förum til Molpe á hverjum degi með þau. Þar er synt í sjónum á fallegri strönd. Fullt af bryggjum og stökkpöllum. Er líka að gera gerði við hesthúsið og smíða pall við útidyrnar. Sikill, hesturinn þeirra Adams og Önnu, kom með flugi til Svíþjóðar í dag og kemur til Kuuma í Finnlandi á morgun. Við förum svo fljótlega til Kuuma að sækja hann. Auðvitað er þetta allt aukadundið, aðal vinnan er að skrifa leikrit fyrir Sundom. 35 - 40 mínútur um sögu Södersunds kvarnen. Í ágúst leikstýri ég síðan verkinu og frumsýning er 23. ágúst, sýndar verða tvær til fjórar sýningar.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim