Stefán Sturla Sigurjónsson

22 júlí 2009

Hestalykt og alles

Lífið breytist þegar hestar eru komir í hesthúsið. Hestalykt og alles. Anna búinn að ríða og Adam kemur heim í dag. Hann var hjá vini sínum Danna í sumarbústað í nótt. Þannig að hann fer á hestbak í kvöld. Fór í gærkvöldi í langann reiðtúr með konunum í Sundom. Var á Blossa frá Akureyri, eins og hann er skráður. Undan Garði frá Litla-Garði. Þannig að Hrafn frá Holtsmúla er afi hans. En Hrafn er lang afi Sikils sem Adam og Anna eiga. Þessir hestar hjá mér eru því skildir. Sikill er blandaður Miðsitjuhestur og Kirkjubæingur. Krafla er amma hans í föður ætt og í móðurætt er hann hreinn Kirkjubæingur. Allt til staðar... nema viljinn. Kannski hann komi eins og sprenging einn daginn. Eins og er passar hann fínt fyrir krakkana og Petru.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim