Hestarnir komnir til Sundom
Vorum að koma heim frá Kuuma. Þangað fórum við eftir hádegi að sækja hesta og komum 12 tímum seinna. Sikill frá Miðsitju, Goðasonur sem er undan Kröflu var sóttur. Þetta er hesturinn þeirra Adams og Önnu. hann lítur rosalega vel út og það hlakkar í okkur að járna og fara að ríða honum. Við tókum líka 15 vetra hest frá Kuuma, Blossa sem ég þarf að hrista svolítið upp í. Þetta er hörku fjórgangari... miðað við hestakostinn í Finnlandi. Ég er svo á góðum launum ef hann selst umfram fyrirfram umsamda upphæð sem er ekki há. Þetta er hagur beggja. Svo... þá eru hestarnir komnir í hús í Sundom... Ææææææðiiiiiiii. En auðvita er nóg vinna eftir. Ætlaði ekki að taka hesta inn fyrr en allt væri endanlega tilbúið... hvenær er það?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim