Stefán Sturla Sigurjónsson

02 ágúst 2009

Hver er hinn sanni sannleikur?

Nú er svo komið að bæði mér og mörgum öðrum er nánast illgerlegt að skilja hvar ríkið srtjórnar og hvar það stjórnar ekki. Hver á hvað og hver má segja hvað. Ríkið á bankana og fyrirtækið sem rekur RUV. Ríkið er ábyrgt fyrir lögum í landinu og þarf að verja þau lög. En ef RUV sem er ríkisrekin fréttamiðill ætlar að segja frá hvað er að gerast í ríkisreknu bankakerfi þá eru sett ríkisrekin lög um að það megi ekki fjalla um hvað er að gerast í ríkisreknu bankakerfinu. Hvernig á maður að skilja hvernig maður á að fá réttar ríkisreknar fréttir af ríkisfjármálunum. Hver er hinn sanni sannleikur? Ég bara verð að viðurkenna að ég bara skil ekki neitt í þessari vitleysu... en þú?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim