Raf Fífí
Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni þá erum við fjölskyldan að leika í heimildarþáttum sem YLE, finnska sjónvarpið er að framleiða. Núna í dag fengum við nýjan rafmagnsbíl sem við eigum að reynslukeyra í viku. Þetta er alger draumabíll. Hugsið ykkur rekstrarkostnaðinn, hann er um 1/10 af kosnaði miðað við bensín bíl. Við erum með stórann fjölskyldu FÍAT. Svo er raunverulega engin vél í þessum rafmagnsbílum bara léttur rafmótor. Þar af leiðandi er ekkert hljóð í bílnum, og... maður startar ekki vélinn... auðvita ekki, það finnst engin... eins og ég sagði... svolítið erfitt að hugsa þetta á þennan hátt. Maður bara hleypir straumi inn á rafmótorinn, svona rétt eins og að kveikja á kaffikönnunni, ekkert hljó, ekki einu sinni suð. Þessi bíll sem við erum á er hálf sjálfskiptur... en okkur er sagt að á næsta ári verða bílarnir án gíra. Bara svissa á, keyra og bramsa. Bílarnir eru kraftmiklir, fljótir upp og okkar kemst í 120 til 150. Hver þarf að komast hraðar? svo er það líka bannað. Eina við okkar er að hleðslukapallinn er þriggja fasa. En flestir rafbílar í dag eru bara í venjulegan straum. Hleðslan endist í um 150 klómetra. Algerlega æðisilegur bíll.
1 Ummæli:
Þann 1:39 f.h. , Nafnlaus sagði...
Hehe þetta er rosa spennandi :)
knús til ykkar
Sandra og nýji síminn ;)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim