Stefán Sturla Sigurjónsson

17 ágúst 2009

"Hur stor som helst"

Nú er vika í frumsýningu á "Hur stor som helst", leikriti sem ég skrifaði fyrir Sundom. Að uppsetningunni standa ýmis áhugafélög. Verið er að halda uppá að 200 ár eru liðin frá því að "Södersunds kvarnen" -stór mylla- var tekin í notkun. Hér í Sundom voru á þeim tíma að minnstakosti 35 myllur af ýmsum stærðum. Tannhjól og allir ásar, já allt var byggt í þorpinu, úr timbri, fyrir utan myllusteinana sem möluðu kornið, þeir voru úr steini, en tilhöggnir í Sundom. Ótrúlegt handverk, sjálfstætt fólk. Leikritið gerist þegar eigandi myllunnar býður þorpsbúum til vígsluveislunnar. Hestar og kerrur og alles. Áhorfendur sitja við langborð og taka þátt í veislunni. Þá eru leikarar að sjálfsögðu á meðal áhorfendanna. Þetta er 35 mínútna verk og síðan svolítið hátíðarhöld á eftir, tónlist, myndlistasýning og sýning á innviðum myllunnar. Ein sýning og kostar ekkert inn. Verði gott veður er hætt á miklum fjölda fólks...

1 Ummæli:

  • Þann 11:29 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    æði...verður rosa spennandi :)
    Solla

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim