Stefán Sturla Sigurjónsson

13 ágúst 2009

Fyrsti skóladagurinn.

Jæja nú er aldeilis stór dagur hjá Önnu Alinu. 13. ágúst lukku dagur vona ég. Dagurinn sem hún byrjaði sína skólagöngu. Gullinstjarnan mín er byrjuð í skóla. Klukkan níu í morgun í 17 stiga hita fór hún með mömmu sinni til Sundomskólans en ég fór með Adam Thor til Vasa því hann heldur áfram í æfingaskólanum sem hann hefur sótt síðan við fluttum til Finnlands. Hann byrjaði líka í morgun klukkan níu. Hér í Finnlandi byrja krakkarnir ári seinn í skildunni en á Íslandi. Þetta hefur gefist vel, enda er finnska skólakerfið alltaf mjög ofarlega í PISA könnunum. Það er marg reint að það er ekki tímalengdin eða samræmdu prófin sem gera kennsluna að gæða kennslu. Heldur fyrst og fremst hugsunin á bakvið kennsluna.

2 Ummæli:

  • Þann 4:46 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    æhhh litla prinsessan mín er orðin svo stór!!!!
    Addisen líka, svo duglegur :)

    Vonandi áttu allir góðan dag í skólanum

    Kossar á línuna
    Þín Solla

     
  • Þann 5:48 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Stóra stóra stelpan okkar.
    Vona að dagurinn hai verið góður hjá báðum ormunum mínum :)
    Sandra

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim