Fyrsti skóladagurinn.
Jæja nú er aldeilis stór dagur hjá Önnu Alinu. 13. ágúst lukku dagur vona ég. Dagurinn sem hún byrjaði sína skólagöngu. Gullinstjarnan mín er byrjuð í skóla. Klukkan níu í morgun í 17 stiga hita fór hún með mömmu sinni til Sundomskólans en ég fór með Adam Thor til Vasa því hann heldur áfram í æfingaskólanum sem hann hefur sótt síðan við fluttum til Finnlands. Hann byrjaði líka í morgun klukkan níu. Hér í Finnlandi byrja krakkarnir ári seinn í skildunni en á Íslandi. Þetta hefur gefist vel, enda er finnska skólakerfið alltaf mjög ofarlega í PISA könnunum. Það er marg reint að það er ekki tímalengdin eða samræmdu prófin sem gera kennsluna að gæða kennslu. Heldur fyrst og fremst hugsunin á bakvið kennsluna.
2 Ummæli:
Þann 4:46 e.h. , Nafnlaus sagði...
æhhh litla prinsessan mín er orðin svo stór!!!!
Addisen líka, svo duglegur :)
Vonandi áttu allir góðan dag í skólanum
Kossar á línuna
Þín Solla
Þann 5:48 e.h. , Nafnlaus sagði...
Stóra stóra stelpan okkar.
Vona að dagurinn hai verið góður hjá báðum ormunum mínum :)
Sandra
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim