Stefán Sturla Sigurjónsson

11 ágúst 2009

Útileikhús á króknum?

Skagfirðingurinn og leikkonan Íris Baldvinsdóttir sem lék skessuna í uppsetningu minna á Alinu hjá LS, var hjá okkur um síðustu helgi. Hún var á ráðstefnu norrænna dramakennara sem haldin er þriðjahvert ár, næst á Íslandi 2012. Hún gisti hjá okkur svo það var margt skrafað og rætt, pólitík og leiklist. Hún er ein af þessum "fáu" gallhörðu framsóknarmönnum. Þetta var rosa dagskrá hjá þeim frá átta á morgnana og langt fram á kvöld. Einn daginn var farið með þau til Närpes í sumarútileikhús. Eftir þá ferð var hún alveg heilluð og í framhaldinu ákváðum við að stefna að uppsetningu á Ronju ræningjadóttur í Litlaskógi á Sauðárkróki næsta sumar. Það eru fáir staðir á landinu sem eru eins vel til fallnir og gilið í Litlaskógi til að vera með útsumarleikhús. Það yrði verulega spennandi að reyna það. Og gæti dregið marga gesti til Sauðárkróks.

2 Ummæli:

  • Þann 5:11 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Vá mér líst ofsalega vel á þetta hjá ykkur :)
    kv.Sandra

     
  • Þann 9:30 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    já hljómar spennandi :D
    Solla

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim