Stefán Sturla Sigurjónsson

14 ágúst 2009

Úr e-maili Stefáns Eiríkssonsar

„Í morgun hafði samband við mig Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri og bað fyrir bestu kveðjur til lögreglumanna og annarra starfsmanna embættisins frá bankastjórn og öllum starfsmönnum Seðlabankans. Sagði hann að lipurð, liðlegheit og fagmennska lögreglunnar hefði vakið aðdáun allra sem í bankanum störfuðu og vildi bankastjórnin fyrir hönd bankans og starfsmanna hans koma á framfæri kærum kveðjum og þökkum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu af þessu tilefni. Þessari góðu kveðju var fylgt eftir með áþreifanlegum hætti sem starfsmenn munu fá að njóta í gegnum starfsmannafélag LRH," sagði Stefán í bréfi til lögreglumannanna.

Í minni siðferðisvitund heita þetta mútur... íslenska samfélagið er gegnsýrt af þeim. Og þetta er löggustjórinn í Reykjavík. Hverju svaraði löggufélagið? Styrkti Seðlabankinn líka kaffisjóð hæstaréttardómara?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim