Stefán Sturla Sigurjónsson

20 ágúst 2009

Græna landið

Kynning á næsta leikári Wasa teater verður 27. ágúst nk. Í ár eru 90 ár frá stofnun leikhússins og eina verkið sem sýnt verður á Litla sviðinu er "Græna landið" eftir Ólaf Hauk í minni leikstjórn, frumsýnt þann 20. febrúar 2010. Borgar Garðarsson, búsettur í Finnlandi, fer með aðalhlutverkið, Kára í uppsetningunni sem verður eins og áður segir sýnd á Litla sviðinu en er jafnframt ferðasýning. Þegar er nokkuð ljóst að hún verður framlag leikhússins til hinna árlegu leiklistardaga í Hangö í byrjun júní. Sýningin verður ferðasýning svo leikmyndateiknarinn minn Vignir Jóhannsson sytur með sveittan kollinn að hanna og ljósahönnuðurinn sem vann með mér Ofviðrið í Borgarleikhúsi Vasa, Ilkka Paloniemi mun vinna lýsinguna, flott gengi. Leikarar ásamt Bogga eru Anna Grönblom og Goga Idman. Við munum hittast eftir helgi og lesa saman og vera með einhverja kynningu á verkinu og Óla Hauki þann 27. ágúst. Þessi Perla sem ég er afskaplega stoltur af að hafa fengið tækifæri til að setja upp, verður sýnd án hlés. Takk fyrir það Seija leikhússtjóri... hún náttúrulega les aldrei þessa færslu. Skilur ekki íslensku þótt sonur hennar hafi verið gestanemi í leiklistardeild Listaháskóla Íslands (þvílíkt nafn) og er búinn að næla sér í íslenska ástkonu... eftir því sem ég best veit.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim