Stefán Sturla Sigurjónsson

24 ágúst 2009

Rólegheita kvöldganga

Seinni partinn í dag bauð mín ástkæra Petra í rómantíska kvöldgöngu, "haldast í hendur og tala". Sól og heiðskírt veður, já eins og sjá mátti í beinni frá fótboltanum, og um 25° hiti. Djöfull var ég til í þetta. Anna og Adam slógust í för með okkur. Þau ákváðu að hjóla. Ég varð eitt spurningamerki. Afhverju vildu þau hjóla, þegar við ætluðum í rólegheita kvöldgöngu? Nú jæja þau um það. Við fórum niður Långängtresk. Þar sem Haffi og Solla hlupu þegar þau vor hér hjá okkur í vor. En fljótlega skildi ég afhverju AA okkar tvö völdu hjólin, þau þekkja mömmu sína. Ég svo sem líka en þau hafa vaðið fyrir neðan sig, ég er alltaf jafn tómur. Göngutúr hjá Petrúskunni er nefnileg skilgreint í minni orðabók sem skokk og því nenni ég ekki. Læt hestana um það, með mig á baki. Maður er alla ævi að safna kaloríum og á svo að brenna og spandera þeim í einum göngutúr... eða tveim... nei og aftur nei, svoleiðis fer ég ekki með góðar kaloríur.

2 Ummæli:

  • Þann 3:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    ha ha ! Mín ánægð með Petru ;) Svona á að gera þetta, draga hele familien með í skokk ;)

    Petra mín ég styð þig í þessu !!

    KKV.
    Solla

     
  • Þann 1:46 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Hahahah sammála Sollu... GO PETRA :)

    kv.Sandra

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim