Stefán Sturla Sigurjónsson

02 september 2009

Regn og gaman, gaman

Það er búið að rigna eldi og brennisteini í allan dag. Frábært veður. 17° hiti og log. Ég lagði á Sikil og reið út í regnið, þetta var svona... íslensk upplifun... svona svolítið eins og á Höfn þegar ég var að temja þar í gamaldaga... Það er orða sönnu að segja gamaldaga, meira en aldarfjórðungur síðan, úfffffff. En á Höfn getur ringt... mikið og í logni.
Var í gær og í dag að setja upp nýja lýsingu í hesthúsið og kastara sem lýsir upp gerðið. Allt að verða klárt fyrir veturinn og myrkrið. Er að byrja að laga gaflinn á útihúsinu, þar sem áður var hænsnagirðing. Þar set ég þak svo ég geti haft annan bílinn í skjóli í vetur. Þá þarf maður ekki að skafa á morgnana.
Undirbúningur að uppsetningunni á Græna landinu er á fullu. Boggi var hér í síðustu viku og við unnum mjög góða undirbúningsvinnu. Vignir Jó og ljósameistarinn minn Ilkka Paloniemi koma til Vasa 21. sept. Þá verður tækni og verkfundur með liðinu í leikhúsinu. Nú svo er ég byrjaður að undirbúa uppsetningu með amatörunum hér í Sundom. Setjum upp revyu í haust, frumsýnum einhvertíman í desember. Nánast hvert einasta bæjarfélag setur upp svona revyu. Nú eru sjö ár síðan revya var sett upp í Sundom... svo nú kílum við á það.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim