Skellinaðra og Jackson
Við vorum í fimmtugsafmæli á laugardagskvöldið. Henrik Lövdhal vinur okkar varð fullvaxinn þann 4. september. Hann fékk í afmælisgjöf forláta skellinöðru, samskonar og hann átti fyrir 35 árum. Þá var henni stolið og hafa vinir hans oft heyrt þá sorgarsögu. Svo ákveðinn hópur sló sig saman og leitaði á netinu af '72 mótelinu. Þeir fundi lítiðkeyrt hjól sem var nýlega búið að gera upp. Bara einn eigandi sem keyrði hjólið bara í tvö ár. Síðan hefur það staðið inni í bílskúr. Þetta var alger "nostalgía". Annar hópur sem við tilheyrðum slóg saman og gaf honum samamótal af skjalatösku, sem fannst lítiðnotuð í geymslu. Reyndar var svo gjafakort í töskunni.
Ýmis skemmtilegheit fóru fram og síðan var diskó spilað af gömlun vínilum. Þar sló Adam Thor rækilega í gegn þegar hann sýndi Michael Jackson dansa. Allir þyrpust að gólfinu og það var rosa klapp sem hann fékk eftir dansinn, reyndar tvo dansa, enda var þetta feikilega flott hjá honum. Dansar og taktar, hatturinn stælarnir og alles... sem hann hefur æft sjálfur af netinu.
1 Ummæli:
Þann 9:30 e.h. , Nafnlaus sagði...
vá æðislegt !!
Hvernig spyr maður!!! Elsku Addisen svo duglegur og klár! Hefði verið frábært að sjá hann :D
Kossar til allra
Solla
p.s.
ætluðum að skoða jeppan, en þá var akkurat búið að taka hann af bílasölunni,,,,kemur líklegast aftur sagði sölumaðurinn.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim