Stefán Sturla Sigurjónsson

04 september 2009

Trönurnar í Suðurfirði

Nei þetta er ekki titill á nýrri bók og heldur ekki gamalli. Heldur náttúruperla. Hér við Sundom er mikill gígur sem kallast Söderfjärden. Gígur segi ég því álitið er að fyrir einhverjum hundruðum milljónum ára skall á þessum stað loftsteinn einn mikill. Fyrir 100 árum síðan var þetta botn á vatni þar sem ferðast var um á bátum. Það útskírir nafnið. Landrisið hér er um 1 cm. á ári. Nú eru þetta fallegir akrar með frábærum reiðleiðum. Gígurinn er um 6 km. í þvermál og einn helsti viðkomustaður Trana á norðurlöndum. Þar eru nú hundruðir ef ekki þúsundir Trana í kvíld á leið sinni til fjarlægari landa. Það er því stórbrotið að ríða um stígana í Suðurfirði, heyra kvakið í Trönunum og sjá þessa tignalegu fugla hefja sig til flugs tugum ef ekki hundruðum saman. Á kvöldin fljúg svo flokkarnir yfir slotið okkar á kvöldfluginu í glæsilegu oddaflugi.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim