Göngur í Valseyju.
Ég fór í göngur, fjárgöngur. Ekki að ná í evrur, heldur kindur. Kunningi minn sem ég kaupi af hey og lambakjöt, hringdi í mig og bauð mér með í "göngur". Þetta eru að sönnu göngur. Fyrst þurfti ég að keyra í 45 mínútur til hafnarinnar í Bjarkareyju. Þangað kemst maður á bíl yfir stærstu brú Finnlands "Replotbrúna". 20 manna hópur hélt á stórum álbát til "Valseyju" sem er vestasta eyjan í skerjagarðinum... næst er það Svíþjóð. Siglingin tók um 40 mínútur. Í Valseyju var síðan liðinu raða upp eftir endilangri eyjunni og hún gengin með hóóó...um og hæææ...um. Á göngunni –sem tók allan daginn– fékk ég ýmsar sögulegar frásagnir hjá félögunum sem voru duglegir að dæla sögunni í fróðleiksfúsann íslendinginn. T.d. gengur þúsundir sveltir og aðframkomnir rússar yfir eyjuna í vetrarstríðinu 1808-9 þegar rússar ætluðu að ná Svíþjóð á sitt vald. Svíþjóðar megin beið 100 manna hópur hermanna rólegur. Þeir vissu að hungraðir og illaklæddir rússarnir myndu ekki ná yfir til Svíþjóðar. Þarna á milli eru um 70 kílómetrar og komið á land hjá Umeå. Það fór eins og svíarnir spáðu, nánast hver einasti rússi króknaði útá ísnum. Um þessa sorgarsögu er minnisvarði í eyjunni. Einnig er þarna leifar 32. hesta hesthúss. Finnar og svíar áttu mikið samstarf með hesta langt fram á þessa öld. Þá var riðið á ís á veturna með hestaflokkana milli landa. Leiðin lá um Valseyju enda styst þar á milli landanna og ísinn traustastur.
Já þið getið trúað því að þetta var frábær ferð sem endaði með að fjárhópurinn var rekinn um borð í bátinn –um 100 kindur– og haldið til baka. Og kallinn var eldhress eftir alla gönguna í þéttumskógi, mýri og stórgríti, enda í þrumu formi... og að smala kindum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim