Stefán Sturla Sigurjónsson

21 september 2009

Diddi í Kuuma

Ég fór til Kuuma á fimmtudaginn. Þar var haldið dómaranámskeið. Diddi Bárðar og Oddrún hjá LH komu og kenndu finnum að dæma íslenska hestinn. Um 20 manns sóttu námskeiðið og í lokin var haldin gæðinga- og unglingakeppni. Ég fór með Blossa til að keppa í fjórgangi. Á föstudeginum var ég reyndar búinn að selja klárinn svo nýji eigandinn, Anna keppti á honum. Hún var efst eftir keppnina en lenti í öðrusæti í úrslitunum.
Þetta var reglulega skemmtileg helgi. Fullt af fólki í Kuuma og sofið í öllum skotum gistiaðstöðunnar sem hefur um 30 svefnpláss. Við Diddi vorum saman í herbergi og kallinn var í dúndur stuði. Það runnu uppúr honum sögurna frá gullaldarárum hestamennskunnar, árunum þegar allt var að mótast, þegar kappreiðar voru og hétu og þegar gæðingakeppnir voru að hefjast. Dómara að rífast um takt, tölt og skeið, þegar aðal málið var að slá Íslandsmet og fyrstu alvöru keppnisvellirnir voru búnir til. En á þeim tíma var ég knappi hjá Didda á kappreiðarhrossunum svo ég var þátttakandi í mörgum sögunum sem hann skemmti hópnum með. Á Laugardagskvöldinu var svo mikil matarveisla í boði Pekka og að sjálfsögðu karaoki langt fram á nótt. Ég gat ekki setið á mér þegar allir finnarnir voru búnir að stíga á stokk og syngja og söng... auðvita "Stál og hnífur" sem þið vitið að er eftir trúð Íslands, Bubba M.
Ég er nú kominn heim og Petra kvaddi í morgun. Hún hélt til Íslands og verður þar alla vikuna.

2 Ummæli:

  • Þann 2:04 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Þetta hljómar mjög skemmtilega... fyndið, ég er einmitt nýbúin að spjalla við hann Styrmi Diddason... Við feðginin erum alltaf að bralla eitthvað svipað :)
    knús frá Höfn
    Sandra

     
  • Þann 7:24 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    haha fyndið :) svo í fyrramálið fer ég á Nordica og sæki hana elsku bestu Petrúsku okkar :D
    já heimurinn verður svo sannarlega lítill með þessu blessaða interneti :)

    Kossar til allra og riisa knús
    Solla

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim