Stefán Sturla Sigurjónsson

02 október 2009

Olían okkar

Hvernig stendur á því að það finnast enþá einstaklingar sem vilja gefa rafmagnið sem framleitt er á Íslandi, olíu Íslands?
Hvernig stendur á því að fólk sér ekki möguleikana í að nýta rafmagnið á annan hátt en að laða að stórar efnaverksmiðjur til landsins?
Margir hafa sínt fram á að útflutningur á rafmagni eykur tekjur Íslendinga margfallt, þótt það sé kosnaðarsamt að leggja sæstreng, rétt eins og aðra sæstrengi. Í Evrópu vantar mikið rafmagn. Ef fólk lítur á hvernig Rússar hafa lagt net gasleiðsla (sem notað er til upphitunar) um alla evrópu, hvernig þjóðirnar fjárfesta í risa kjarnorkuverum til að búa til rafmagn, eða allar þær þúsundir risa vindmilla, ætti fólka að sjá að kosnaður við einn kapall milli Íslands og Skotlands eru smámunir. Hættum að laða að skítuga fjárfesta til Íslands, flytjum rafmagið (olíuna okkar) til evrópu á olíuverði. Síðan er besta fjárfestingin að heimili landsins fái frítt rafmagn frá Landsvirkjun en til þess þarf einungis að hækka verðið til risa orkukaupenda um ca 10-15%, jafnvel ekki einu sinni það.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim