Stefán Sturla Sigurjónsson

12 október 2009

Reiðtúr um Suðurfjörðin og nærsveitir

Um helgina fóru fjórtán íslenskir hestar með jafn marga knapa í ferð um Suðurfjörðinn og nærsveitir. Rúmlega þriggjatíma ferð. Ekki voru allir reiðmennirnir þræl vanir, því var riðið hægt megnið af leiðinni. Í hópnum voru tveir íslendingar, ég og Sigurlaug Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Egilssonar frá Hvalnesi í Skagafirði. Hún býr hérna í Austurbotni með sýnum finnska manni á þorpi sem heitir Monäs (lesist Múnes). Það voru því ekki bara tveir íslendingar heldur líka tveir skagfirðingar í ferðinni. Lagt var af stað frá Öjberget, eða "Eyjafellinu". Haldið þaðan útá Söderfjärden, eða Suðurfjörðinn, sem er 530 milljón ára loftsteinsgígur og síðan inn í skógin og riðið eftir fornum kerrustíg til strandarinnar og svo til baka að Eyjafellinu. Þar beið okkar heitt kaffi og kökur sem Petran var búin að baka og grill sem Lassi var búinn að gera klárt. Veðrið var indislegt, heiðskírt, logn og hitinn um 10 gráður. Allt gekk eins og best verður á kosið og í lokin var ákveðið að endurtaka leikinn í lok febrúar og ríða þá út á ísinn sem væntanlega umleikur allar strendur hér og er þá ca 50 cm þykkur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim