Helgin í Kuuma
Helgin í Kuuma tókst mjög vel. Palli í Austurkoti og Þórdís Gunnarsdóttir frá Auðsholtshjálegu voru með "klinik" þar sem Þórdís sló rækilega í gegn. Hún er frábær kennari. Talar góða ensku og fólk fékk mikla og góða kennslu frá henni. Hún er rosalega örugg með sig og talar tæpitungulaust við alla nema sína, proffa og amatöra. Þarna var líka finnskur söðlasmiður sem heitir Hanna. Hún lærði á Íslandi og vann með Söndru í Skaftafelli hérna um árið. Hún bað kærlega að heylsa henni. Finnski dýralæknir Mia sem er á Selfossi koma og hélt fyrirlestur um íslenska hestinn á finnsku fyrir alla... og var einnig með fyrirlestur fyrir dýralækna um íslenska hestinn og það sem kallað er hlandsteinn, Það fyrirbæri hefur að einhverjum sökum ekki verið kennt og viðurkennt í evrópu. Þrátt fyrir að þetta sé þekkt allstaðar annarstaðar í heiminum. Svo var ég með nokkra fasta hópa í kennslu bæði á föstu- og laugardeginum. Ekki má gleyma alveg frábærri söngkonu sem svo sannarlega heillaði mannskapinn, bæði í höllinni og eins í Kuuma, það var hin frábæra Jóhanna Guðrún.
Sýningin gekk... en ég er ekki ánægður með útkomuna. Þar er of margt til að telja... en aðalatriðið er þó að þessar 15 mínútur, á undan úrslitakeppninni í hoppgreinum fullorðinna karlmanna, er bara uppfylling sem hefur ekkert vægi í höllinni. Að reyna að sýna íslenska hestinn, sögu hans, kosti og gæði innan um allar hopphindranirnar er bara klúður. Enda er svo að það er vonlaust að fá íslenska knapa til að taka þátt í þessari uppákomu. Þótt vel hafi gengið, mikið klappað og góður rómur að sýningunni, þá geri ég þetta ekki aftur á þessum forsendum.
Sýningin gekk... en ég er ekki ánægður með útkomuna. Þar er of margt til að telja... en aðalatriðið er þó að þessar 15 mínútur, á undan úrslitakeppninni í hoppgreinum fullorðinna karlmanna, er bara uppfylling sem hefur ekkert vægi í höllinni. Að reyna að sýna íslenska hestinn, sögu hans, kosti og gæði innan um allar hopphindranirnar er bara klúður. Enda er svo að það er vonlaust að fá íslenska knapa til að taka þátt í þessari uppákomu. Þótt vel hafi gengið, mikið klappað og góður rómur að sýningunni, þá geri ég þetta ekki aftur á þessum forsendum.
1 Ummæli:
Þann 3:52 e.h. , Nafnlaus sagði...
Hehehe jii hvað heimurinn er lítill...
Bið að heilsa Hönnu sömuleiðis ef þú hittir hana aftur :)
kv.Sandra
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim