Stefán Sturla Sigurjónsson

14 október 2009

Vetrarfrí í skólanum.

Nú er vetrarfrí í skólunum hjá Adam og Önnu. Við förum til Kuuma og verðum þar yfir helgina. En frá Kuuma er um einn og hálfur tími til Helsinki. Þar mun ég koma að uppsetningu á hestashowi í Hartwall Arena, þar sem söngvakeppni sjónvarpsstöðva var um árið. Íslenski hesturinn hefur 15 mín slott rétt á undan úrslitakeppni í hoppgreinum föstudaginn 16. okt. Við munum sýna sögu hestsins á Íslandi frá víkingatíma til dagsins í dag. Búningar og alles. Rúsínan í pylsuendanum er svo Jóhanna Guðrún ríðandi inn í höllina og syngur lagið "Is it true" eftir skagfirðinginn Óskar Pál Sveinsson, sonur hrossaræktandans Sveins á Sauðárkróki. Reinum að gera þetta flott, spennandi og skemmtilegt. Svo er rosalegur hestadagur í Kuuma á laugardaginn. Þar verða ALLIR... eða þannig.

2 Ummæli:

  • Þann 12:24 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Æðislegt, hljómar mjög spennandi :)
    Góða skemmtun pabbi minn
    Þín Sandra

     
  • Þann 1:16 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Hei elsku drengurinn minn - koma með nýjar fréttir kveðja abs

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim