Tv - kleinur - reiðnámskeið
Nú er byrjað að sýna sjónvarpsþættina hér í Finnlandi sem við fjölskyldan lékum í sumar. Já, já þetta kemur bara vel út. Tveir þættir búnir af 12. Þetta eru 30 mín langir þættir um umhverfis mál. Við komum fram í c.a. 2 til 5 mínútur í níu þáttum. Ef ég man þetta rétt. Í byrjun nóvember kemur út matreiðslubók með uppskriftum karlamanna. Ég var beðin um eina uppskrift með myndum þar sem væri verið að matreiða, baka eða grilla réttinn. Auðvita sló ég til og eftir nokkrar pælingar stakk Petra uppá "Kleinu"uppskrift og bakstur. Flott því kleinur eru þjóðlegur réttur. Öll fjölskyldan tók þátt í þessu og mér sýnist þetta koma vel út. Um helgina verð ég með reiðnámskeið hér í Sundom. Sex þátttakendur í klukkutíma hver. Svona einkatímafyrirkomulag.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim