Stefán Sturla Sigurjónsson

22 október 2009

Bræður mínir.

Þeir bræður mínir Krissi og Finnur standa í ströngu um þessar mundir. Þó á ólíkan hátt. Finnur að berjast við spillinguna í Framsóknarflokknum. Skil að það svíður undan vinavæðingunni... og spillingunni í úthlutunarvinnuaðferðum. Þær hafa alltaf verið í frekar lausu lofti, sýnist manni, bæði fyrr og nú. Þetta veit minn kæri bró sem var búinn að vera byggingarstjóri Ris ehf í mörg ár áður en hann stofnaði eigið fyrirtæki, og þekkir aðferðirnar... að minnstakosti í Kópavoginum. Það er hins vegar alltaf vont þegar siðleysið beinist gegn manni, sérstaklega í hörðu árferði eins og nú. Það verður spennandi að fylgjast með þessum farsa, það hlýtur að koma eitthvert "pöns". Trúi ekki að þetta endi á hallærislegu viðtali við Óskar iðnaðarmann í Kastljósinu. Kannski með sigri Finns og Silju í Argentínu. Hoppandi yfir bolta og spriklandi í erfiðum æfingum. Hann er að minnstakosti kominn í æfingu fyrir framan tökuvélina.
Krissi kallinn stendur í stórræðum hinum megin við tökuvélaraugað... á allt öðru sviði. Hann er á flandri um heiminn með myndavélina á öxlinni fyrir sænska ríkissjónvarpið að mynda m.a. Nóbelsverðlaunahafa. Byrjar í London fer þaðan til Ísrael og svo til USA. Þetta er nú ekki allt því þann 14. október verður hans heitt elskaða Lena 50 ára og þá á að vera veisla í Gautaborg. Kallinn sjálfur er fjórum árum yngri. En þann 20. 02 2010 verður hann 47 ára, á afmælisdegi hans frumsýni ég uppsetningu mína á "Græna landinu" hjá Wasa teater sænskumælandi leikhúsinu í Vasa.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim