Stefán Sturla Sigurjónsson

16 nóvember 2009

Tvö ljós í glugga

Í ár eru liðin 90 ár frá stofnun Wasa teater. Hátíðarsýning leikhússins var frumsýnd á laugardaginn. Þetta er nýskrifað "tónlistardrama" eins og höfundurinn Peter Snickars velur að nefna verkið, sem annars heitir "Tvö ljós í glugga". Tónlistardrama vísar sennilega til þess að í verkinu er frumsamin tónlist sem er notuð á samahátt og gert er í kvikmyndum. Stundum finnst mér þetta vera yfirþyrmandi í leikhúsi, en þetta slapp í þessari uppsetningu. Dramað fjallar um frelsisstríðið í Finnlandi árið 1918. Hrikalegt og grimmt stríð milli fylkinga hvítra og rauðra í Finnlandi. Sorgleg saga þessarar þjóðar. Liggur nálægt í tíma og er því ríkt af tilfinningum líðandi stundar. Ekki ósvipaðir atburði og gerðust í gömlu Júgóslavíu... bræður og vinir börðust, kver við annan. Snickars notar klisjur sem við þekkjum, t.d. gamla konan sem rifjar upp atburði... Ala Titanic og víðar, elskendur stríðandi fylkinga sem ekki fá að eigast... Ala Rómió og Júlía, West side storry og víðar. Allt hefur verið skrifað einhvertíman áður... sagði skáldið Halldór Laxnes einu sinni, spurningin er bara hvort höfundi takist að skapa texta og/eða atburðarás nýju lífi. Í texta og uppsetningu Snickars tókst það svo sannarlega. Ef þið þekkið einhvern sem á leið til Finnlands fyrir febrúar lok, þá mæli ég með að sá komi til Vasa og sjái frábæra sýningu sem hefur allt, léttleika, fegurð, hörku og sorg, sýningu sem vekur sterkar tilfinningar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim