Stefán Sturla Sigurjónsson

05 nóvember 2009

Hvað skildu þau hugsa?

Var á löngum fundi í gær með nefndarmanni í ráðningarnefnd Wasa teater. Við ræddum um stöðu leikhússins, framtíð og áherslur. Þetta var afskaplega góður fundur og mér fannst hjartað slá í takt við þeirra í nefdinni. Nú er bara að sjá hvað síðan gerist, hverjir sækja um stöðuna og hvort það verði einhverjar áherslubreitingar. Nýr leikhússtjóri tekur við eftir ár en verður ráðin í byrjun næsta árs. Síðustu tveir leikhússtjórar hafa verið frá Helsinki. Ekki landsbyggðarfólk. Mörgum finnst þeir sjá það á rekstrinum og eru ekki glaðir með það, telja að það vanti meiri tengingu við landsbyggðina. Nú er undiralda um að fólkið þekki leikhússtjórann og hann landsbyggðina. Fróðlegt að sjá hvað þeim finnst um íslendinginn sem býr í Vasa. Nóg hef ég haft fyrir stafni og í dag er útgáfuteiti á kallauppskriftabókinni sem ég lagði til Kleinu uppskrift í. Verður gaman að sjá bókina.

3 Ummæli:

  • Þann 11:24 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Vona að þetta gangi allt vel hjá þér pabbi minn..
    Ég segi samt eins og Solla, bíð spennt eftir myndum :)
    þín Sandra

     
  • Þann 2:53 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Ekki duglegur að mynda...

     
  • Þann 8:04 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Stuð ... enda voru kleinurnar mjög girnilegar :D
    KV.
    Solla

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim