Stefán Sturla Sigurjónsson

11 nóvember 2009

Göngutúr í boði Önnu.

Skólinn hennar Önnu stefndi nemendum, foreldrum og ættingjum í útivistarsvæðið við Öjbergið í göngutúr. Tilefnið var að safna í sjóð Heimilis og skóla. Hver gestur borgaði eina evru, fyrir að fá að labba með. Það var fullt af fólki. Við gengum tæpa fjóra kílómetra en hægt var að velja 1,2 km. 2,5 km og svo okkar vegalengd. Þetta var hressandi og gaman að ganga þetta einu sinni. Hef aðalega riðið þetta í sumar og haust. Frábærar reiðleiðir sem svo á veturna eru skíðagöngubrautir. Þá er náttúrulega alveg bannað að ríða þessar leiðir. En þá er líka óendanlega gaman að ríða ströndina útá ísinn eða bara eftir leiðunum um Suðurfjörðinn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim