Fyrsta stórafmælið
Hann Adam minn er orðinn 10 ára gamall. Stórafmæli, að fá tveggjastafa tölu á aldurinn er ótrúlega stórt. Maður er loksins búinn að taka fyrsta skrefið í átt að því að verða fullorðinn. Svo koma næstu spor, unglingaskólinn, mótorhjól, framhaldsskólinn, bílpróf, fjárráð og kosningaréttur. Allt þetta á næstu 10 árum. Það hlaðast inn ábyrgðir.
Prinsinn minn hefur svo oft komið mér á óvart. Alltaf fyrir hvernig hann nálgast verkefni og ákvarðanir. Þó held ég að mest hissa varð ég þegar við Petra fórum á foreldrafund í leikskólanum forðum og okkur var sagt að þessi hljóðláti og hægi drengur sem við töldum að væri feiminn og óframfærinn, já að okkur var sagt að hann væri leiðtoginn. Það er erfitt að vera leiðtogi og margir hafa farið flatt á að misnota þá hæfileika. Enn í dag er okkur sagt að hann sogi að sér og enn í dag er okkur sagt að hann hafi hæfileika til að láta vinunum líða vel í kringum sig. Ég vona að lífið og reinslan gæði honum þá hæfileika að hlusta og vera vinur vina sinna, hér eftir sem hingað til.
Elsku besti Adam Thor hjartanlega til hamingu með fyrsta stórafmælið þitt.
1 Ummæli:
Þann 1:34 f.h. , Nafnlaus sagði...
Bestasti prinsinn okkar ! vonandi var gaman í afmælinu í gær...hlakka til að sjá myndir og nýju myndirnar alveg meiri háttar :D
Sakna ykkar
Þín Solla
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim