Flottir krakkar.
Fyrsti desember. Til hamingju með hann íslendingar nær og fær. Adam Thor kom heim með einkunnir úr haustprófum. Þetta lítur allt vel út hjá honum og ekki virðist áhuginn á Michael Jackson, dönsum hans og tónlist hafa haft truflandi áhrif á lærdóminn. Okkur foreldrunum finnst hins vegar skrítið hvað hann þarf alltaf lítið að læra heima. En það sem hann lærir virðist festast í kollinum á honum. Allt níur og nokkrar áttur. Maður er nú stoltur af piltinum. Ekki gengur það síður hjá Önnu. Að vísu eru engin próf hjá henni en áhuginn er svo mikill og henni gengur rosalega vel. Það virðist sem reikningur sé mjög auðveldur fyrir hana. Allt varðandi tölur skilur hún um leið. Svo er nú gott að hafa stóran bróður sem er duglegur að útskíra fyrir systur sinni leyndardóma lærdómsins. Um helgina söng hún með skólakórnum í aðventumessu í kirkjunni hérna fyrir ofan okkur. Við búum nefnilega... fyrir neðan kirkjuna...
2 Ummæli:
Þann 12:10 f.h. , Nafnlaus sagði...
Oh hvað það er gaman að heyra að ormarnir okkar eru svona ljóngáfuð. Knús til ykkar allra frá stóru systur
Sandra :)
Þann 2:57 f.h. , Nafnlaus sagði...
hahaha búum fyrir neðan kirkjuna...heeheemm ;)
Kemur ekki á óvart að gullunum mínum gengur vel í öllu sem þau taka sér fyrir hendur :) prinsinn minn og prinsessan mín.
Heyrumst fljótt
Ykkar Solla
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim